Prenta |

Hljómsveitarstarfið

Kennsla og kennsluhættir

• Nám í skólahljómsveitum er tvíþætt

a. Virk þátttaka í A, B eða C sveitum eftir aldri og færni nemenda. 
b. Auk þátttöku í hljómsveitaræfingum á hver nemandi kost á hljóðfærakennslu í 40-60 mínútur á viku eftir aldri og kunnáttu.

• Hljóðfærakennsla fer eftir atvikum fram á skólatíma eða eftirá. Skipulag kennslustunda á skólatíma er í samráði við skólastjóra, viðkomandi grunnskólakennara og með samþykki forráðamanna.

• Hljóðfæranám byggir að stórum hluta á heimaæfingum. Því er nauðsynlegt að nemendur hafi aðstöðu og njóti stuðnings heima fyrir.

Ástundun

• Nemendur mæti á allar hljómsveitaræfingar, spilatíma og aðra skipulagða viðburði á vegum skólahljómsveitarinnar. Öll forföll skal tilkynna með fyrirvara.

• Til að viðunandi árangur náist í hljóðfæranámi þarf nemandi að leika á hljóðfæri sitt á hverjum degi

Námsmat

• Námsmat fer fram a.m.k. einu sinni á ári samkvæmt starfsáætlun skólahljómsveita.

• Felst það í:

a. Ársprófi skólahljómsveita eða grunn-/miðprófi tónlistarskóla eftir því sem við á. 
b. Umsögn og/eða einkunn kennara og stjórnanda um ástundun nemanda.

 

(kennarar skólahljómsveita 2. apríl 2013)