Almennt

Prenta |

Aðalfundur Foreldrafélags SVoM

Stjórn foreldrafélags skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðbæjar boðar til aðalfundar þann 5. október nk. klukkan 20:00 í Hljómskálanum.  Óskað er eindregið eftir þátttöku þinni á þessum aðalfundi.

Lárus mun kynna og ræða um sveitina á undan aðalfundi. Síðan munu aðalfundarstörf vera tekin fyrir að því loknu samkvæmt lögum félagsins:

1) Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
2) Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til umræðu og samþykktar.
3) Lagabreytingar ef fyrir liggja tillögur um þær.
4) Ákvörðun tekin um félagsgjöld næsta árs.
5) Kosning stjórnar og tveggja varamanna.
6) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7) Önnur mál.

Hér með er kallað eftir framboðum í samræmi við lög félagsins til stjórnar og tilnefningu tengiliða sveita ásamt tillögum að lagabreytingum.

Tilllögur að lagabreytingum og endurskoðaður ársreikningur munu verða sendur 5 dögum fyrir aðalfund.