Foreldrar

Prenta |

Foreldrafélag hljómsveitarinnar

Foreldrafélag SVoM var stofnað 11. janúar 2010.  
Tilgangur foreldrafélagsins er að efla og styrkja starf sveitarinnar í samstarfi við stjórnanda hennar.

Nýverandi stjórn Foreldrafélags SVoM skipa þau:
Ásdís Guðrún Sigmundsdóttir, formaður

(nánari uppl. væntanlegar)
XXX, gjaldkeri
XXX, meðstjórandi
XXX, varamaður
XXX, varamaður

Jafnframt voru kjörnir tveir skoðunarmenn á bókhaldi:
XXX
XXX

Netfang Foreldrafélagsins er:
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lög foreldrafélags Skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðbæjar

 
1. grein
Nafn félagsins er Foreldrafélag Skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðbæjar. Heimili þess og varnarþing er í Hljómskálanum í Reykjavík.
 
2. grein
Félagar eru foreldrar og forráðamenn barna í hljómsveitinni.
 
3. grein
Tilgangur félagsins er að styðja starfsemi Skólahljómsveitarinnar, standa fyrir fjáröflun vegna sérstakra verkefna og vinna að kynningu hljómsveitarinnar út á við í samráði við stjórnanda hljómsveitarinnar.
Aðalfund skal halda í október ár hvert og skal hann boðaður í tölvupósti sem sendur er á uppgefin netföng foreldra með minnst tveggja vikna fyrirvara. Félagar bera sjálfir ábyrgð á að netföng séu rétt skráð hjá stjórn og stjórnanda. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað.
 
4. grein
Stjórn og skoðunarmenn reikninga skulu kosnir til eins árs í senn á aðalfundi. Stjórn félagsins skipa þrír. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Einnig skal kjósa tvo varamenn og tvo skoðunarmenn.
Hver sveit velur sér tvo foreldrafulltrúa sem eru tengiliðir á milli stjórnar félagsins, foreldra sinnar sveitar og stjórnanda.
Reikningsári lýkur 31. ágúst ár hvert.
Tillögur að lagabreytingum skulu sendar til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund sem sendir þær áfram til félaga í tölvupósti eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfundinn.
5. grein
Störf aðalfundar eru:
1) Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
2) Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til umræðu og samþykktar.
3) Lagabreytingar ef fyrir liggja tillögur um þær.
4) Ákvörðun tekin um félagsgjöld næsta árs.
5) Kosning stjórnar og tveggja varamanna.
6) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7) Önnur mál.
6. grein
Stjórn foreldrafélagsins og stjórnandi hljómsveitarinnar skulu hafa samráð um hin ýmsu verkefni sem félagið tekur þátt í.
7. grein
Ef þörf krefur, getur stjórn félagsins leitað til annarra félagsmanna vegna sérstakra verkefna og nemendastarfa án þess að boða til félagsfundar. Að öðru leyti boðar stjórnin til félagsfundar þegar þörf er á. Fundarboð skal vera rafrænt og sent á uppgefin netföng foreldra og fundarefni tilgreint.
8. grein
Tekjur sem félagið og hljómsveitin afla skal leggja í sérstakan sjóð fyrir starfsemi hljómsveitarinnar og sér stjórn félagsins um vörslu og ráðstöfun sjóðsins.
9. grein
Verði félagið lagt niður skal leggja sjóð þess inn á banka eða sparisjóðsbók á nafni hljómsveitarinnar, gegn því skilyrði að sjóðnum verði eingöngu varið til starfsemi hljómsveitarinnar, og skulu stjórnanda hennar afhent öll gögn þar að lútandi. Verði hins vegar hljómsveitin lögð niður skal aðalfundur ákveða um meðferð eigna foreldrafélagsins.
Hljómskálanum í Reykjavík 11. janúar 2010