Skólinn

Prenta |

Stefna

Meginmarkmið skólahljómsveita í Reykjavík er að efla hæfni, þekkingu og þroska nemenda í tónlist með hljómsveitarstarfi og styðja við tónlistaruppeldi nemenda sinna í samstarfi við skólana.

Hlutverk og markmið skólahljómsveita er að

• Stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar.

• Jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms.

• Efla félagsleg samskipti.

• Efla sjálfsaga, samvinnu og sjáflstæð vinnubrögð.

• Stuðla að aukinni tónlistarþekkingu og veita nemendum tækifæri til að koma fram við ýmis tækifæri.

• Vekja áhuga annarra ungmenna á tónlistarstarfinu með því að koma fram á viðburðum og hátíðahöldum í sínu hverfi.

 

Skilgreining á skólahljómsveit

• Skólahljómsveitir taka mið af aðalnámskrá tónlistarskóla.

• Skólahljómsveitirnar hafa faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði innan ramma aðalnámskrár tónlistarskóla, stefnu Reykjavíkurborgar og fjárhagsramma hvers árs.

• Hver skólahljómsveit þjónustar ákveðna skóla sem samþykkt hefur verið í hverfaskiptingu.

• Hver skólahljómsveit gerir sérstaka starfsáætlun með þeim sameiginlegum markmiðum sem liggja fyrir.

• Í skólahljómsveit er kennt á öll helstu blásturshljóðfæri og slagverk.

• Skólahljómsveitir eiga aðild að Prófanefnd tónlistarskóla.

• Stefnt er að tónfræðakennslu í hóptímum fyrir þá sem hyggja á áfangapróf.

• Foreldrafélag starfar í tengslum við hverja skólahljómsveit

(Unnið á sameiginlegum starfsdegi kennara skólahljómsveita 2. apríl 2013)

Prenta |

Saga skólahljómsveitarinnar

Upphaf Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar má rekja til 18. nóvember 1954.

LESA MEIRA

 Skólahljómsveitir-frétt-1956  

Prenta |

Hljómsveitarstarfið

Kennsla og kennsluhættir

• Nám í skólahljómsveitum er tvíþætt

a. Virk þátttaka í A, B eða C sveitum eftir aldri og færni nemenda. 
b. Auk þátttöku í hljómsveitaræfingum á hver nemandi kost á hljóðfærakennslu í 40-60 mínútur á viku eftir aldri og kunnáttu.

• Hljóðfærakennsla fer eftir atvikum fram á skólatíma eða eftirá. Skipulag kennslustunda á skólatíma er í samráði við skólastjóra, viðkomandi grunnskólakennara og með samþykki forráðamanna.

• Hljóðfæranám byggir að stórum hluta á heimaæfingum. Því er nauðsynlegt að nemendur hafi aðstöðu og njóti stuðnings heima fyrir.

Ástundun

• Nemendur mæti á allar hljómsveitaræfingar, spilatíma og aðra skipulagða viðburði á vegum skólahljómsveitarinnar. Öll forföll skal tilkynna með fyrirvara.

• Til að viðunandi árangur náist í hljóðfæranámi þarf nemandi að leika á hljóðfæri sitt á hverjum degi

Námsmat

• Námsmat fer fram a.m.k. einu sinni á ári samkvæmt starfsáætlun skólahljómsveita.

• Felst það í:

a. Ársprófi skólahljómsveita eða grunn-/miðprófi tónlistarskóla eftir því sem við á. 
b. Umsögn og/eða einkunn kennara og stjórnanda um ástundun nemanda.

 

(kennarar skólahljómsveita 2. apríl 2013)

Prenta |

Námsgreinar og hljóðfæri

Aðalfag allra í Skólahljómsveitinni er samspil í hljómsveit.


SHV hopfagn 01Aukagreinarnar eru:
Hljóðfæranám
Tónfræði (eftir 2 ár í hljóðfæranámi)

Kennd hljóðfæri:

Þverflauta
Klarínetta
Saxófónn
Óbó
Trompet
Horn
Bariton
Básúna
Túba
Slagverkshljóðfæri (Trommur, Xylofon osfrv.) 
Rafbassi

Prenta |

Aðsetur og samskipti

SHV-M hverfiskortSkólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar hefur aðsetur vestast við Hringbraut, aftan við Vesturbæjarskóla.
Þjónustusvæði hljómsveitarinnar er svæðið frá Kringlumýrarbraut í austri að Seltjarnarnesi í vestri.
Hljómsveitaræfingar fara fram í Hljómskálanum en hljóðfærakennslan í flestum grunnskólum svæðisins.

Heimilisfang: Hringbraut 116, 101 Reykjavík
Sími: 561 4661
Tölvupóstur til hljómsveitarstjórans

Á heimasíðunni eru nöfn og símanúmer kennaranna og hægt að senda þeim tölvupóst beint frá nafnalistanum (sjá: Starfsfólk).

(kortagluggi birtist ef smellt á myndirnar) 
hljomskalinnHljómskálinn              hringbraut-116Hringbraut 116   

Fleiri greinar...